Smátt og smátt

Smátt og smátt
(Lag / texti: Máni Svavarsson / Máni Svavarsson og Kolbeinn Proppé)

Vertu með, byrjum smátt,
veljum liti rautt og blátt.

Með huga ég, og höndum þú,
framkvæmum við nú.

Fljótt það vex og nú ég skil,
hlutur verður til.

Smátt og smátt,
saman framkvæmum við,
og fljótlega þú kominn ert á skrið.

Smátt og smátt, fagurt og frítt.
Og fljótlega þú getur öllum sýnt.
Þú byggðir eitthvað nýtt.

Mæla hér, já hlýdd á mig.
Mjög gott er að vanda sig.

Ég nagla þarf og hamarinn
kemur sterkur inn.

Við erum orðin stór og sterk,
já líttu’ á listaverk.

Smátt og smátt,
saman framkvæmum við,
og fljótlega þú kominn ert á skrið.

Smátt og smátt, fagurt og frítt.
Og fljótlega þú getur öllum sýnt.
Þú byggðir eitthvað nýtt.

Smátt og smátt,
þetta er fagurt og frítt.
Og fljótlega þú getur öllum sýnt.
Þú byggðir eitthvað nýtt.

[af plötunni Latibær: Líttu inn í Latabæ]