Geimurinn

Geimurinn
(Lag / texti: Máni Svavarsson / Máni Svavarsson og Kolbeinn Proppé)

Upp, horfðu nú hátt.
Eldflaug byggjum brátt.
Nálgumst smátt og smátt
og snertum stjörnurnar.

Já leiðin er bein,
því þetta er ferð,
langt út í himingeim.

Du du du du du du.
Hátt upp í himininn.
Du du du du du du
Þar bíður geimurinn.
Du du du du du du
Ljóshraða ferðumst á.
Du du du du du du
Þar ótal margt er að sjá.

Í miðjum stjörnusjó
þá segjum brátt halló.
Við geimveru sem bjó
á Júpiter og Mars.

Já leiðin er bein,
því þetta er ferð langt út í himingeim.

Du du du du du du.
Hátt upp í himininn.
Du du du du du du
Þar bíður geimurinn.
Du du du du du du
Ljóshraða ferðumst á.
Du du du du du du
Du du du du du du
Gervitungl þjóta hjá.
Du du du du du du
Norðurljós horfum á.
Du du du du du du
Hátt upp í himininn.
Du du du du du du
Þar bíður geimurinn.

Komdu með
út í himingeim.

[af plötunni Latibær: Líttu inn í Latabæ]