Verum löt

Verum löt
(Lag / texti: Máni Svavarsson / Máni Svavarsson og Kolbeinn Proppé)

Ef að letiskáti vera vilt,
þá hlusta skaltu’ á mig.
Með hendur í vösum,
og svo hanga fram á við.

Já sljór og slappur.
Já slepptu því að pæla,
“ávallt viðbúinn” er bull,
í raun … er það bara þvæla.

Já latur – ó já latur.
Rosalega hrikalega latur.
Já latur – ó já latur.
Verum löt.

Já latur – ó já latur.
Rosalega hrikalega latur.
Já latur – ó já latur.
Verum löt.

Í fjallgöngu förum
í tjaldi sofum,
og slökum aldrei á.

Já latur – ó já latur.
Rosalega hrikalega latur.
Já latur – ó já latur.

Allir saman.
Ahahahahaha

Rosalega hrikalega latur.
Já latur – ó já latur.
Verum löt.
Allir nú.
Verum löt.

[af plötunni Latibær: Líttu inn í Latabæ]