Hverjum kemur það við?

Hverjum kemur það við?
(Lag / texti: Egill Ólafsson og Stuðmenn / Þórður Árnason)
 
Kannastu við náungann sem rændi Blóðbankann, það kom í blöðunum?
Þar fór lítill fagmaður.
Það virtist ætla að takast en hann hélt víst ekki nógu vel á spöðunum,
svo hann var handsamaður.

Þar er alltaf það sama sem allir keppast við,
að hafa nóg að bíta og að brenna.
Þeir vinna sem því nenna
meðan aðrir kjósa þægilegri leið.

Það er bölvaður galli að brauðstritið er púl
og bútar rosalega sundur daginn,
og það hentar þeim illa sem vanist hafa
að hafa meira en nóg.

Hvað græðirðu mikið?
Hverjum kemur það við?
Hún er ótrúlega snjöll!
Hvað borgarðu í skattinn?
Svona álíka‘ og þið.
Já hún bakar okkur öll!

Ég hef engu að leyna, allt er opið upp á gátt,
er það mér að kenna að öðrum vegnar illa?
Þeir bara kunna ekki á kerfið
og hugsa alltof smátt, því fer sem fer.

Ég seilist aldrei of langt, ég bara tek minn bróðurpart
af kökunni sem þið öll annars ætuð:
ekki horfa á mig, þið mynduð gera það sama ef þið gætuð.

Hvað græðirðu mikið?
Hverjum kemur það við?
Hún er ótrúlega snjöll!
Hvað borgarðu í skattinn?
Svona álíka‘ og þið.
Já hún bakar okkur öll!

sóló

Hvað græðirðu mikið?
Hverjum kemur það við?
Hún er ótrúlega snjöll!
Hvað borgarðu í skattinn?
Svona álíka‘ og þið.
Já hún bakar okkur öll!

Hvað græðirðu mikið?
Hverjum kemur það við?
Hún er ótrúlega snjöll!
Hvað borgarðu í skattinn?
Svona álíka‘ og þið.
Já hún bakar okkur öll!

[af plötunni Stuðmenn – Hvílík þjóð]