Svaraðu mér

Svaraðu mér
(Lag / texti: Jakob F. Magnússon / Þórður Árnason, Jakob F. Magnússon og Egill Ólafsson)

Það eru allar brýr að baki
og brotin eru úti‘ um allt.
Nú ligg ég undir leku þaki,
það er lygilega kalt.

Fyrir brjóstinu er vondur verkur,
mig verkjar reyndar alls staðar,
því bið ég þig minn kæri klerkur,
komdu með svar.

Svaraðu mér, svaraðu mér,
segðu mér hvar ég lendi.
Svaraðu mér, svaraðu mér,
ég vil það frá fyrstu hendi.

Ég hélt mér væri heldur að skána
því ég hresstist töluvert í gær,
ég fékk mér aðeins í aðra tána,
ó mig auman, mér var nær.

Og í dag kom drunginn aftur
sem drepur allan sálarfrið,
það er loksins úr mér allur kraftur,
ég fer alveg að skilja við.

Svaraðu mér, svaraðu mér,
segðu mér hvar ég lendi.
Svaraðu mér, svaraðu mér,
ég vil það frá fyrstu hendi.

Líkna mér! Iðrastu þá synda þinn?
Líkna mér! Þú hefðir betur svallað minna.

sóló

Fyrir brjóstinu er vondur verkur,
mig verkjar reyndar alls staðar,
því bið ég þig minn kæri klerkur,
komdu með svar.

Svaraðu mér, svaraðu mér,
segðu mér hvar ég lendi.
Svaraðu mér, svaraðu mér,
ég vil það frá fyrstu hendi.
Svaraðu mér, svaraðu mér,
segðu mér hvar ég lendi.
Svaraðu mér, svaraðu mér,
ég vil það frá fyrstu hendi.

Líkna mér! Iðrastu þá synda þinn?
Líkna mér! Þú hefðir betur svallað minna.
Satt er það líkna mér! – þú hefðir átt að vaka og vinna.
Líkna mér! Iðrastu þá synda þinn?
Líkna mér! Þú hefðir betur svallað minna.

[af plötunni Stuðmenn – Hvílík þjóð]