Það er enginn vafi (að hann er orðinn afi)

Það er enginn vafi (að hann er orðinn afi)
(Lag / texti: Jakob F. Magnússon / Þórður Árnason)

Manstu nokkuð eftir Magga gamla frænda hans Jóns?
Hann er merkilega brattur ennþá garmurinn.
Já okkar maður er enn að pæla‘ í Purple og Stones
og alltaf niður‘ á krá með gítarinn.

Samt er ekki nokkur vafi
að hann er orðinn afi
þó að hann haldi‘ að tíminn standi‘ alltaf í stað.
Já það er ekki nokkur vafi,
hann er orðinn afi,
hann bara vill alls ekki viðurkenna það.

Klukkan þrjú að morgni þrammar gamli rokkarinn
þangað til hann finnur partí uppi‘ í Breiðholti.
En íbúarnir harðneita að hleypa‘ honum inn
og segja: hérna‘ er ekkert elliheimili.

Já það er ekki nokkur vafi
að hann er orðinn afi
þó að hann haldi‘ að tíminn standi‘ alltaf í stað.
Já það er ekki nokkur vafi,
hann er orðinn afi,
hann bara vill alls ekki viðurkenna það.

Sóló

Hann gengur enn í gamla leðurjakkanum
með hevímetallýjurnar í hnakkanum

Samt er ekki nokkur vafi
að hann er orðinn afi
þó að hann haldi‘ að tíminn standi‘ alltaf í stað.
Já það er ekki nokkur vafi,
hann er orðinn afi,
hann bara vill alls ekki viðurkenna það.
Hann er löngu orðinn afi,
hann bara vill alls ekki viðurkenna það.
 
[af plötunni Stuðmenn – Hve glöð er vor æska]