Færðu mér aspirín

Færðu mér aspirín
(Lag / texti: Stuðmenn / Þórður Árnason)

Adam og Eva hljóta‘ að hafa verið brún,
hann eitthvað minna en alveg örugglega hún.
Það var árshátíð þann átjánda,
nei – áttunda, ég man það ekki.
Hvað varð um konuna og hundinn?
Komið með aspirín!

Nú er Þjórsá í vexti, ég fer ekkert út í dag.
Mér finnst þetta afleitur texti og hundleiðinlegt lag.
Ég verð skapstirður, handlama,
fótlama, farlama.
Hvað varð um konuna og hundinn?
Hvað varð um frímúrarafundinn?
Hvers vegna kemst ég ekki á lappir?
Komið með aspirín!

Loksins dreif hún sig af stað á Staðastað,
stakk af í sveitina aha aha,
laus við fyllibyttuna na na na na,
nú er hún laus við kallgeitina.

sóló

Það var árshátíð þann sjöunda,
nei – áttunda, ég man það ekki.
Hvað varð um konuna og hundinn?
Hvað varð um frímúrarafundinn?
Hvers vegna kemst ég ekki á lappir?
Komið með aspirín!
 
[af plötunni Stuðmenn – Hve glöð er vor æska]