Ég er bara eins og ég er

Ég er bara eins og ég er
(Lag / texti: Egill Ólafsson og Þórður Árnason)

Ég loga allur af losta og funa
og losa þyrfti um náttúruna
en þar er einn heljar hængur á
sem ég hyggst nú segja‘ ykkur frá.

Ég dansa sjaldan og djamma lítið,
dömunum finnst það soldið skrítið
að ég svona kammó, kankvís og fær
kunni ekkert að meðhöndla þær.

En ég get ekki gert neitt að því
að ég er bara eins og ég er,
ég get ekki gert neitt að því.

Því sit ég sem oftar yfirgefinn,
æfi undir borðinu sambaskrefin:
á Tælandi meyjarnar toga mig í
en ég tek ekki sjensinn á því.

Ef einhver vinan mig þýðast vildi
þá vissi ég ekkert hvað gera skyldi
og þar að auki mér hugur hrýs
við holdinu þegar það rís.

Já ég get ekki gert neitt að því
að ég er bara eins og ég er,
ég get ekki gert neitt að því.

sóló

Já ég get ekki gert neitt að því
að ég er bara eins og ég er,
ég get ekki gert neitt að því.

Ef á mig horfir yngismeyja
í aukana færist – þér að segja,
allt þar til upp hún býður mér
er ég álitinn toppkavaler.

Fráleitt heim ég kippi með kvinnu,
– þú ert kvöldsvæfur maður, ferð snemma til vinnu
og þar að auki mér hugur hrýs
við holdinu þegar það rís.

Ég get ekki gert neitt að því
að ég er bara eins og ég er,
ég get ekki gert neitt að því.
Ég get ekki gert neitt að því
að ég er bara eins og ég er,
ég get ekki gert neitt að því.

[af plötunni Stuðmenn – Hvílík þjóð]