Bræður til ljóss og til lausnar

Bræður til ljóss og til lausnar
(Lag / texti: erlent lag / Aðalbjörn Pétursson)

Bræður, til ljóss og til lausnar
laðar oss heillandi sýn.
Fögur mót fortíðar myrkrum
framtíðin ljómandi skín.

Endalaus milljóna móða
máttug úr nóttinni brýst.
Þrjár ykkar himninum hærra
hrópa, því nóttin er lýst.

Bræður, hver hönd tengist höndum.
Hlægir oss dauði og níð.
Hlekkir að eilífu hverfa.
Heilagt er síðasta stríð

[af plötunni Maíkórinn – Við erum fólkið]