Á föstudaginn langa
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)
Veglaus himinn vakir yfir mér,
veðrið það er bæði gott og blessað.
Ég ligg í stól, að ofan er ég ber.
Í útvarpinu verður bráðum messað.
Í garði þessum gerist ekki margt,
jú, grasið vex, en lítið annað hendir.
Og hér er fátt, sem augað yfir gleðst.
Í ævintýrum hérna enginn lendir.
Langi föstudagur er í dag.
Drottinn vill að þá sé öllu læst,
öllu því sem gaman gæti veitt.
Get ég nokkuð annað gert en dæst?
Sál mín flýgur sútfull upp í ský.
Í sjöunda himni er hann faðir vor.
En hann ku vera allt og alls staðar:
Í auglýsingum, fýlu, stuði og for.
Ég dæli í mig ópal sem ég hef
átt í mínum vösum lengi vel.
Ég leysi vinda‘ og bleyta bunast með
og brunalykt. Mér verður ekki um sel.
Ég skipti um brækur og skap í einum dynk,
skeindur rýk ég aftur út í sól,
lygni aftur augunum og sofna.
Upp ég rís á þriðja degi úr stól.
[af plötunni Sverrir Stormsker – Hitt er annað mál]