Í fylgd með fullorðnum

Í fylgd með fullorðnum
(Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)

Ég er svo hissa, hve sú skyssa,
sem að stríðið var, nú hefur mikinn ljóma,
og hve tímans tönn með góðri hjálp frá mönnum
tekst að milda alla dóma.
Ég er hissa‘ á því hvað mjói karlinn,
getur orðið voldugur og breiður.
Mér finnst svo skrítið,
hvað hann Rambó eyðir miklu púðri
ef hann verður reiður.

Í fylgd með fullorðnum,
ferðumst við með strætó gegnum lífið.
Við stöndum upp fyrir þeim sem geta
agareglum yfirvaldsins beitt.
Í fylgd með fullorðnum,
við þeysum þreyttum fótum gegnum lífið.
Við hugsum mest þennan langa tíma
en horfum bara og segjum ekki neitt.

Ég er svo hræddur við hann Ingva, Palla, Hrafn
og Guðna, Boga, Braga líka.
Og allar þessar raddir sem að fréttaskýra
hryðjuverk og morð.
Svo er ég hissa á því hvað fátækt fólksins
gerir hina efnameira ríka.
Ég er að hugsa um þetta annað veifið
en mig skortir gáfulegri orð.

Í fylgd með fullorðnum,
ferðumst við með strætó gegnum lífið.
Við stöndum upp fyrir þeim sem geta
agareglum yfirvaldsins beitt.
Í fylgd með fullorðnum,
við þeysum þreyttum fótum gegnum lífið.
Við stöndum upp fyrir þeim sem geta
öllu lífið á jarðkúlunni eytt.

[af plötunni Bjartmar Guðlaugsson – Í fylgd með fullorðnum]