Einu sinni = Alltaf

Einu sinni = alltaf
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)

Að baki þér er breið og mikil læsing.
Úr böndunum þú færð þig aldrei leyst.
Þú kveinar en það virkar ekki volið;
Þeir vænu hafa um þig múra reist.

Það glappaskot sem gerðir þú í æsing
er geymt í hugum, þó þú hafir breyst.
Því ef þú hefur einu sinni stolið,
þá ertu þjófur, verður aldrei treyst.

En þeir sem aldrei gera glappaskot
þeir gera ekkert, trúðu mér.
Sá þykir vammlaus  sem að getur gert
mörg glappaskot sem enginn sér.

Já ef þú hefur einu sinni logið,
þá ertu þrjótur alveg fyrir bí.
Og ef þú hefur iðrast, breyst og batnað,
þú ert og verður þrjótur fyrir því.

En þeir sem aldrei gera glappaskot.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Glens er ekkert grín]