Við og við
(Lag og texti: Ólöf Arnalds)
Ég hef ekki alla tíð
notið láns að vera fundvís,
verið auðtrúa en
stundum undirförul samt.
Fetið hef ég margan stíg,
setið lengur en ég undi.
Ekki viljað stoppa
fyrr en staðnæmdist við þig.
Við þig.
Þegar allt kemur til alls
verður allt annað að engu,
þegar allt í mér mætir öllu í þér.
Má ég vera hjá þér lengur?
Mætti þér við eldhúsborð
og þú komst svo vel að orði.
Reyndi að fara á kostum,
var ekkert að fást um þig.
Dreymdi síðar okkar fund,
þú sast á Mokka á næsta borði.
Með þér svartur hundur
sem átti erindi við mig.
Um þig.
Þegar allt kemur til alls
verður allt annað að engu,
þegar allt í mér mætir öllu í þér.
Má ég vera hjá þér lengur?
Núna bið ég góðan guð
að gæta þess sem upp er sprottið,
að það fái að vaxa
þótt annað megi vaxa með.
Mæti í kirkju við og við
og með mátulegu glotti,
undir tek með hinum,
krýp og stend með þér og bið.
Um frið.
Þegar allt kemur til alls
verður allt annað að engu,
þegar allt í mér mætir öllu í þér.
Má ég vera hjá þér lengur?
[af plötunni Ólöf Arnalds – Við og við]