Klara

Klara
(Lag og texti: Ólöf Arnalds )
 
Kemurðu bráðum að heimsækja mig Klara?
Hvernig væri nú að leyfa sér að fara
í góðan gír saman?
Láta sig dreyma um ævintýr og gaman.

Blýantinn dregurðu æðislega,
eltist við ídeur ævinlega,
ungar og æskurjóðar.
Auðvitað eru svo myndirnar líka góðar.

Láttu nú vaða með tónlistina Klara,
spilaðu einfaldlega af því bara
þú ert bara átján vetra
og allt sem er gott er bara að fara að verða betra.

[af plötunni Ólöf Arnalds – Við og við]