Dánarfregnir og jarðarfarir

Dánarfregnir og jarðarfarir
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)

Jón Jónsson lést í dag
85 ára að aldri.
Þeir deyja ungir
sem guðirnir elska.

Þá fluttar eru fréttir,
sárt fá sumir grátið.
Hundruð láta lífið.
En hvert er lífið látið?

Þá býður upp á betra
að bíða en ana.
Það bíður þess enginn betur
sem bíður bana.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Hitt er annað mál]