Drög að uppstigningu

Drög að uppstigningu
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)

Ég á engan að,
engan samastað
í heimi hér
og öllum er
alveg sama um það.

Það bylur á mér regn,
ég blautur er í gegn.
Í ekkert flet
ég farið get.
Að tóra er mér um megn.

Ég þrái meskalín,
ég þrái heróín,
sprautu í rass
og spítt og hass,
spritt og brennivín.

Ég á í fangi fullt
af galli, það er gult.
Mér hjartfólginn
er Hamsún minn.
Ég háma í mig Sult.

Fyrir vonlaust stóð,
vanþakkláta þjóð,
yrki ég
ódauðleg
ljóð af miklum móð.

Ég reyki Half and half
og hugsa um Edith Piaf.
Lífsins veg
vildi ég ei bruna á BMW.

Eins og Messías
í örbirgð bít ég gras.
Hyskið sér
ei hvað ég er,
það heimtar Barrabas.

Ég lífs er vanmetinn,
en ljós er framtíðin.
Hvað er verra
en vera Herra
mannkyns misskilinn.

Ég valdi þennan veg,
og vegurinn er ég.
Líf mitt hefst
þá loks ég drepst.
Að lokum sigra ég.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Stormskers guðspjöll]