Við erum vatn en ekki vín

Við erum vatn en ekki vín
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)

Að vera eins og maður er, er svívirðileg synd
gegn sjálfum guði sem við sköpuðum í okkar mynd.
Við lifum í öðrum heimi en hann.

Vor kóngur klár,
hann okkur bað
að breytast í guð.
En maðurinn hann er
eins og hann er,
en ekki eins og hann
ætti að vera.
Við tölum aðra
tungu en Krissi.

Sör Drottinn Jesú kom hér til að kippa öllu í lag,
var krossfestur á nótinu og allt er eins í dag.
Við stöndum vörð um orðið tómt.

Vor kóngur klár,
hann okkur bað
að breytast í guð.
En maðurinn hann er
eins og hann er,
en ekki eins og hann
ætti að vera.
Við erum vatn
en ekki vín.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Stormskers guðspjöll]