Ég um þig frá okkur til beggja
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)
Ég átti þig eins og þú lagðir þig
undir mig.
Þú áttir mig eins og ég lagði mig
ofan á þig.
Við héldumst munn í munn,
sem og sköp í sköp.
Í faðmlögum brenn – fun – og eldheitum oft
ultum við niðrá gólf.
Ég gaf þér það allt sem ég átti og lét
í þitt bankahólf.
Ég uppskar ekki svo sem ég
sáði, sem betur fer.
Öllum stundum stundum við
og stundum hátt.
Ég undi mér undir þér og á.
[af plötunni Sverrir Stormsker – Hitt er annað mál]