Ég á mér draum
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)
Ég á mér hnífapör,
en engan mat.
Ég á mér skaufa
en ekkert gat.
Ég á mér greiðubúnt,
en hef ekki‘ á höfði hár.
Ég á mér plastraofgnótt,
en ekki eitt einasta sár.
Ég á mér dúk og disk,
en ekkert borð.
Ég á mér rödd,
en ég á ekki orð.
Ég á mér inniskó,
en engan hund.
Ég á mér kynorkubor,
en ég á ekki…
Ég á mér draum.
Ég á mér uppþvottabursta,
en ekkert víf.
Ég á mér tilveru,
en ekkert líf.
Ég á mér draum
um það að öðlast
Eilífan draumlausan svefn.
[af plötunni Sverrir Stormsker – Hitt er annað mál]