Mein Kampf

Mein Kampf
(Lag og Texti: Sverrir Stormsker)

Ég iðulega er á höttunum
á eftir hundunum og köttunum.
Saman safna ég rottunum
og silfurskottunum
undan mottunum
og malla allt dýrslega í pottunum.

Blómin eru algjört
æði, það er satt.
Ég set þau í og undir
alveg saman hatt.

Mér er hlýtt til músa,
ég margoft brynni þeim.
Er sit ég einn að sumbli
sækja þær mig heim.

Ég fíla fugla og hænsni
og fjöllin pornóblá.
Mig grípur alltaf gredda
þegar góni ég þau á.

Mér ormar eru að skapi,
einkum hringormar.
Um fingur mér ég vef þeim,
þeir vel sér sóma þar.

Grösin eru guðsgræn,
en grasgrænn sjálfur guð.
Náttúran á vorin
verður kynþroskuð.

Dögg á hverju strái,
strádauði í mold.
Moldin á í mér hvert bein,
mína sálu og mitt hold.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Stormskers guðspjöll]