Sætur ilmur

Sætur ilmur
(Lag / texti: Rúnar Þór Pétursson / Heimir Már Pétursson)

Nóttin klæðist svörtu satín,
sætur ilmur af blómum skornum,
endalaus gleði haugar af glingri,
glymjandi hlátur úr öllum hornum.

Hraði, hraði, hjartasviði,
klippimyndir í litum,
gleði, gleði, blóð og sviti,
slökkt á öllum vitum.

Stífuð bros í fínum fötum,
fálma eftir lífi í glösum,
á talnabandi tár úr gleri,
tuggið á þvældum frösum.

Og mennirnir biðja bænirnar sínar,
bræða í sjálfum sér hjartað,
með símasambandi úr búrinu bjarta
á ljósvakanum kvartað.

[á plötunni Rúnar Þór Pétursson – Yfir hæðina]