Kveðja [2]

Kveðja [2]
(Lag / texti: Rúnar Þór Pétursson / Pétur Geir Helgason)

Mér finnst svo tæpt að trúa þínum orðum,
trega fyllist hugur minn og sál.
Af unaðsstundum er áttum saman forðum,
er aðeins eftir minninganna bál.

Þú varst ljós á liðnu æviskeiði
sem lýstir mér um farinn veg.
Nú er sem minningarnar meiði
og mæði stöðugt huga minn og geð.

Við áttum saman yndislegar stundir
sem ekki verða teknar okkur frá.
Ef aftur koma æðri endurfundir,
mun öðlast fylling líf okkar og þrá.

Ég kveð þig nú svo klökkur hinsta sinni,
mín kvöl er ást sem aldrei skilur þú.
Það hefði betur gagnast gæfu þinni
að ganga veg í sannri ást og trú.

Nú syrtir að en sumir fara að kveðja,
við sjáumst ekki aftur vina mín.
Brátt minningarnar sálir okkar seðja
og sandur fyllir sporin mín og þín.

[á plötunni Rúnar Þór Pétursson – Yfir hæðina]