Kveðja [1]

Kveðja [1]
(Lag / texti: Ólafur Þórðarson / Jónas Friðrik Guðnason)

Meðan golan fer þýðum þyt um kinn,
meðan þegir í skógi söngfugl hver,
kveðjast þau ein og þögnina í þeim hljóða skóg,
aðeins þvingaður grátur hennar sker.
Gráttu ei, gleymd ei mér,
gæfan mín er hjá þér, bíddu mín.

En hún veit samt að vor og ást í skóg
víkja árstíðarbundið til og frá.
Og það loforð sem gefið er sem kveðja í kvöld
kann að týnast í nýrri sumarþrá.

Og þín fellur eitt tár,
bara eitt örlítið tár
er hann fer.
Eitt tár er hann fer,
bara eitt tár.

[m.a. á plötunni Ríó tríó – … það skánar varla úr þessu]