Tifar tímans hjól

Tifar tímas hjól
(Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Jónas Friðrik Guðnason)

Flest sem fagurt var,
frægð og heiður bar,
farið er úr sínum skorðum.
Sókn og sigur eins
sýnist ei til neins,
að sigurlaunum tómið eitt.

Breytt er allt, sem er.
Ekkert lengur ber
alveg sama lit og forðum.
Leitar hugur minn.
Lítið þó ég finn,
sem líkist því er áður var.
Þó er eitt það sem ætíð er hér.
Hvaða átt sem sem veröldin fer.
Þessi gjöf, sem mér gefin var forðum.
Þessi gimsteinn, sem fenginn var mér.
Hvort sem vetrar og vindurinn hvín,
eða vorar og sólin mér skín,
mig varðar ei neitt,
mig verndar það eitt
að vita að þú ert mín.

Tifar tímans hjól,
tefur vart sitt ról.
Týnist flest af sögðum orðum.
Oft að átt er gáð
aldrei réttri náð,
á ævi minnar furðuslóð.

Þó er eitt það sem ætíð er hér.
Hvaða átt svo sem veröldin fer.
Þessi gjöf sem mér gefin var forðum.
Þessi gimsteinn, sem fenginn var mér.
Hvort sem vetrar og vindurinn hvín,
eða vorar og sólin mér skín,
mig varðar ei neitt,
mig verndar það eitt
að vita það þú ert mín.

Já allar leiðir stefna aftur til þín.

[af plötunni Geirmundur Valtýsson – Á fullri ferð]