Helgin er að koma

Helgin er að koma
(Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Jónas Friðrik Guðnason)

Helgin er að koma.
Hefurðu ekki frétt af því, drengur?
Þeir sem húka heima
hafa ekki sjens. Eða hvað?
Rífðu þig á lappir.
Það þýðir ekki‘ að liggja hér lengur.
Undir sæng.
Já dustaðu‘ af þér drungann.
Drífðu þig og farðu af stað.

Viðlag
Æ, farðu‘ að flýta þér drengur.
Fjör er sveitinni í.
Og enginn umgengst þið lengur
ef ætlarðu‘ að missa af því.
Aulinn þinn.

Löng er stundum vikan,
vinnan ekkert ferlega sniðug.
Sífellt þetta sama.
Það saknar þess víst alls ekki neinn.
Og strax er kemur helgi
verðum við svo lipur og liðug.
Eins og skot.
Já, dustaðu‘ af þér drungann.
Drífðu þig og vertu‘ ekki seinn.

Viðlag

Helgin er að koma.
Hefurðu til blandið og tárið?
Við fælum burtu fýlu
með fjörefninu, nóg er af því.
Drífðu þig á lappir.
Er meiningin að liggja allt árið?
Eins og steinn.
Já, dustaðu af þér drungann.
Drífðu þig og gefðu nú í.

[af plötunni Geirmundur Valtýsson – Á fullri ferð]