Fyrir eitt bros

Fyrir eitt bros
(Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Hilmir Jóhanesson)

Fyrir eitt bros skal ég blómin þér gefa
og bjarkirnar upp í hlíð.
Einnig lóur og spóa, þá vængprúðu vini
ef verðurðu svolítið blíð.
Já regnbogann, skýin og himininn heiðan
háan og drifhvítan foss,
eins og stjörnar, tunglið, já sólina sjálfa,
ég sæki þér fyrir einn koss.

Nei bíddu núna aðeins, ég býst ekki við,
að bros mitt eða koss það sé nóg.
Já bíddu núna aðeins, þú hefur þann sið,
það hálfa verður aldrei nóg.
Þú heimtar alltaf vexti og vexti af þeim,
svo vaxandi skuldin mín fer,
og fyrr en nokkurn varir þá flytur þú heim
og ferð svo að búa hjá mér.

Þú skalt ekki efa, ég allt mun þér gefa
sem aðeins að bendir þú á.
Þér fæ ég það glaður og ætla í staðinn
hreint alls ekki nokkuð að fá.
Vertu‘ eki vinur að hugsa um hinar,
nei haltu þig frekar við mig,
þig alltaf mig dreymir, því í öllum heimi
er enginn sem jafnast við þig.

[af plötunni Geirmundur Valtýsson – Á fullri ferð]