Ég hef bara áhuga’ á þér

Ég hef bara áhuga‘ á þér
(Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)

Ég hlusta á útvarp,
ég horfi á sjónvarp,
svo helstu fréttum fylgist ég með.
Ég glugga í blöðin
og greinar þar koma
að góðum notum hef ég séð.
En alls konar þættir
um þjóðfélagsmálin
er það sem gerir útslagið hér.
Svo ég horfi út í loftið og hugsa með mér:
Ég hef bara áhuga‘ á þér.

Á síðkvöldum stunda
ég samkvæmislífið
og sögur margar heyri ég þar
um Jóna og Gunnur
með jákvæða skoðun
og jafna stöðu alls staðar.
Ég tek enga sjensa
og tala við fáa,
því tilgangslaust með virðist það hér.
Svo ég horfi út í loftið og hugsa með mér:
Ég hef bara áhuga‘ á þér.

En þú og ég þurfum að
þekkja allt, finna það
sem vantar eða verður ekki séð.
Við sitjum ein á sama stað,
segjum fátt já til í það
að fara og að fylgjast betur með.

Á líðandi stundu
mig langar að reyna
að lifa fyrir daginn í dag.
Það er enginn vandi,
þú ættir að vita
að öllu er hægt að kippa í lag.
Ég get ekki beðið,
ég geng að því vísu
að góðar stundir bíði mín hér.
Svo ég horfi út í loftið og hugsa með mér:
Ég hef bara áhuga‘ á þér.

Ef við getum fundið
allt sem skiptir máli
eigum við að geta
lifað lengi á því.

En þú og ég þurfum að
þekkja allt og finna það
sem vantar eða verður ekki séð.
Við sitjum enn við sama borð,
segjum fátt, já varla orð,
og förum til að fylgjast betur með.

[af plötunni Geirmundur Valtýsson – Á fullri ferð]