Nú kveð ég allt

Nú kveð ég allt
(Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Guðrún Gísladóttir)

Nú kveð ég allt, sem kærast er
við klökkvan strengslátt.
Í hinsta sinn þú mætir mér
sem morgun lífs míns átt.

Þú undurfagra sæla sveit
með sólskin frið og ró,
þá vængi fékk mín vonin heit,
sú von er lifði og dó.

Og hugur minn leitar til þín
húmkvöldið svart
en haustsins varð að lúta,
skapa dóm.
Að vetrinum liðnum kemur
vorkvöldið bjart
og vaxa lætur önnur fegri blóm.

Svo undurlítið lauf og ber
að lífga jarðarskraut,
nú kveð ég allt sem kærast er
og hverf af þinni braut.

[af plötunni Geirmundur Valtýsson – Á fullri ferð]