Kveðja

Kveðja
(Lag / texti: Bragi Valdimar Skúlason / Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)

Svo leggur þú á höfin blá og breið
á burt frá mér og óskalöndum þínum.
Og stjarna hver sem lýsir þína leið
er lítill gneisti er hrökk af strengjum mínum.
Þú skilur eftir minningar hjá mér
um marga gleðistund á liðnum árum
og alltaf mun ég fagna og þjást með þér
og þú skalt vera mín í söng og tárum.

Eitt orð, eitt ljóð, eitt kvein frá kvaldri sál
er kveðja mín ég veit þú fyrirgefur.
En seinna gef ég minningunum mál
á meðan allt á himni og jörðu sefur.
Þá flýg ég yfir djúpin draumablá,
í dimmum skógum sál mín spor þín rekur.
þú gafst mér alla gleði sem ég á,
þú gafst mér sorg sem enginn frá mér tekur.

Svo kveð ég þig en er þú minnist mín
þá mundu að ég þakka liðna daga.
Við framtíð mína fléttast örlög þín
að fótum þínum krýpur öll mín saga
og leggðu svo á höfin blá og breið
þá blási svo á höfin blá og breið,
þá veit ég að þú villist rétta leið
og verður mín í bæn í söng og tárum.

[af plötunni Sigurður Guðmundsson og Memfismafían – Oft spurði ég mömmu]