Vaki vaki vinur minn kær

Vaki vaki vinur minn kær
(Lag /texti: erlent lag / Loftur Guðmundsson)

Svífur með hlíðunum
húmnóttin vær,
vaki vaki vinur minn kær.

Blítt er í lautu,
þar bláfjólan grær,
vaki vaki vinur minn kær.

Flýt þér húmnótt hljóð
húmnótt hljóð
og hulda góð,
hvort kanntu þann töfraslag
sem tendrar ástarglóð?

Hvísla mér hvísla þú mér
heiðsvali blær,
vakir vakir vinur minn kær?

[m.a. á plötunni Sigurður Guðmundsson og Memfismafían – Oft spurði ég mömmu]