Veðrið er herfilegt

Veðrið er herfilegt
(Lag / texti: erlent lag / Bragi Valdimar Skúlason)

Nú segir ég bless.
En veðrið er skelfilegt.
Ég neyðist til þess.
Hreint út sagt herfilegt.
En kvöldið var ljúft.
Krapið er ökkladjúpt.
Raunar frábært.
Ég efast um að enn sé fært.
En nú þarf því samt að ljúka.
Farir þú muntu fjúka.
Þú veist ég þarf að koma mér heim.
Ég hélt þú værir til í smá geim.
Þú veist ég verð að rjúka.
Hverri á ég þá að strjúka?
Æ kannski lítið sérríglas til.
Við gætum líka gripið í spil.

Nú geng ég á dyr.
Þú sérð ekki handa skil.
Hefði betur drifið mig fyrr.
Þá þarftu að standa í byl.
Klukkan er svo –
Ég eldaði fyrir tvo.
Assgoti margt.
Æ ansi finnst mér það nú hart.
Ég má ekki vera að þessu.
Úti verður allt að klessu.
Þú veist ég þarf að mæta í flug.
Ég hélt þú værir laus og liðug.
Nú segi ég bless.
Kemur það mér við?
Veðrið er herfilegt.

Nú kveð ég með kurt.
Veðrið er skelfilegt.
Ég forða mér burt.
Vægast sagt herfilegt.
Þú varst elsku vin.
Hvað ertu að gefa í skyn?
Mjög vænn við mig.
Var rétt að byrja að dekstra þig.
En tíminn er frá mér hlaupinn.
Var að enda við að hella í staupin.
Ég verð að fara að hringja á bíl.
Þá leggst ég bæði í volæði og víl.
Því hundurinn fer að undrast.
Hjartað í mér mun splundrast.
Æ kannski lítinn smávindil enn.
Hver veit nema hann stytti upp senn.

Nei nú fer ég af stað.
Nú hvessir hann enn á ný.
Æ leyfðu mér það.
Þá færðu að kenna á því.
Ég þoli smá fjúk.
Æ mikið er hönd þín mjúk.
Og skafrenning.
Ég keypti kampavín og hring.
Æ góði ég er ekki svo auðsveip.
Ég hélt að þú værir einhleyp.
Veistu ég er alveg útkeyrð.
En ef þú færð nú hálsbólgu og deyrð?
Nú segi ég bless.
Vertu ekki erfið.
Veðrið er herfilegt.

[af plötunni Sigurður Guðmundsson og Memfismafían – Oft spurði ég mömmu]