Gruflarastrumpur

Gruflarastrumpur
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason)

Ég geng í kring um allt sem er
og öllum svona hlutum velti fyrir mér.
Um hvað og um hvar og um hvernig ég vil
kunna sem flest og vita öll skil.
Oft leynir svarið sér
en ég grufla.

Víst orðin geta ýmsu leynt.
Og oft er feluleikur um það, hvað er meint.
Því ýmsar tungur tala á,
þó sömu hlutum skuli segja frá.
Ég vita vil svo mikið,
svo ég pæli

í hvernig er, og hvað var þá?
Og hvernig hrapa stjörnur næturhimni frá?
Og hvaða vit það er,
að veðrið skuli breyta sér.
Ég alls ekki skil og er þó klár.
að einhver hafi græna fingur, sem er blár.
Og að fræið furðusmátt
fæði af sér tréið hátt.

Syng – da da ra ra …

Fólk segir margt, og sumt er rétt,
en sum er vitlaust, það hef ég frétt.
Ef svarað er mér: „Það segja ei má,“
mér sýnist það skrýtið og hvar á þá forvitnin að leita?
Svo ég pæli.

Gruflarastrumpur gruflar flestu í.
Gruflarastrumpur – skoðar og skimar, skilur ei í því,
að fuglarnir rata úr fjarskanum heim.
Þeir fljúga eins og hefðu allir kompása.
Að vængjum víst er lið,
en ég grufla.

Í hvernig er og hvað er þá?
Og hvernig hrapa stjörnur næturhimni frá?
Og hvaða vit það er,
að veðrið skuli breyta sér.
Ég gjarnan vissu fá
hvort heyrist nokkuð hljóð ef enginn hlustar á.
Og hvað yrði yfirleit,
ef enginn mundi grufla neitt?

Og ég pæli, grufla, hvernig þá
og hvernig nú?
Og hvernig veistu‘ að ég er  ég og þú ert þú?
„Er nokkur glóra‘ í því,
að grufla hlutum í?
Hvað yrði yfirleitt ef enginn mundi grufla neitt?

[af plötunni Strumparnir – Strumpastuð 2]