Strump með þér (Staying alive)

Strump með þér (Staying alive)
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason)

Frá, frá, smá og blá, nú er strumpið á.

Strump. Látum heyra okkur í.
Nú leikum við gömul strumpalög og ný.
Spilum á strengi og strumpandi bassa.
Einn slær trommur meðan aðrir berja kassa.
Ljóðastrump víst langar til að rappa
en lítill strumpakrakki hann byrjar þá að stappa.
Og bráðum stappa allir
stepp eitt, stepp tvö, ekki strump, nú steppa ég.
Og gamall strumpakall með skegg niður á skó,
í skeggið sitt nú brosir en hann strumpar fjörugt þó.
Og Nöldurstrumpur meutr hverjir mesta leikni sýna.
Já allir eru glaðir. Við strumpum öll sem eitt.
Og Hrotustrumpur hressist svo hann hrýtur ekki neitt.

Því enginn situr úti´ í horni.
Upp og hopp. Nú á að strumpa, strumpa, strumpa.

Hei, hei, hei, hei strump með þér, strump með mér …

Já strump í dag, með dans og strumpalag.
Já strump í dag. Hér á að strumpa, það er okkar fag.

Einn strumpur nú hoppar hátt í loft,
hástrump sem þetta tökum við oft.
Aldraðir og ungir strumpa saman.
Ótrúlegt kannski en það er gaman.
Þó strumpur sé gamalgrár
getur hann þó strumpað af fjöri hundrað ár.
Og margir vilja ennþá meira strump.
Meira fjör – og nú strumpum við í klump.
Lítið bara á
hvar Ballettstrumpur strumpast um allt á einni tá.
Og svo kemur hún Strympa og strumpar undurnett.
Og strumpahjörtu taka í strumpadrengjum sprett.
Og illan galdrakall sem vil gera strumpum mein,
í gildru veiðum senn og við bindum hann við stein.

Því enginn situr úti´ í horni…

Hei, hei, hei, hei, strump með þér, strump með mér…

Já, strump í dag, með dans og strumpalag…

Öll í strumpið, smá og blá. Fljótt nú í strumpið, já.
Hó – hó.

Við erum lið sem lengi strumpa má.
Lifum sæl og glöð og strumpum til og frá.
Nú synja strumpakrakkarnir hátt og í kór:
Komdu þér til Strumpaland, ekkert slór.
Og strumpabarnið situr með strumpapelann sinn.
Í strumafjörið langar það strumpalitla skinn.

Því enginn situr úti‘ í horni …

Hei, hei, hei, hei …

[af plötunni Strumparnir – Strumpastuð]