Fiðlustrumpur

Fiðlustrumpur
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason)

Með fiðlu svo káta og fjör í strengjum
fyrstur ég mæti af hressum drengjum.
Síðan mæta hinir einn af öðrum.
Strákarnir allir úti‘ á bekkjum
iða af fjöri og kátum hrekkjum.

Röltir loks afi, raulandi inn.
Rembist við að stilla gítarinn sinn.
Svo telur kallinn, tveir, einn, þrír,
við tökum lagið í þriðja gír.

Hæ, hó, hoppum á tá,
hressast nú strumpur má.
Heyrum nú Fiðlustrumpsins söng
(enn á ný), (enn á ný).
Strumpar, sem strumpum ber,
strumpast og skemmta sér.
Strumpar af sælu syngja, syngja…
þegar strumpalögin léttu klingja.

Nokkrir syngja og sumir dansa.
Sígur að kvöldi en ei má standa.
Andrá hver er stutt, þegar er svo gaman.
Þarna vill einn um orðið biðja,
upp á borðið sig lætur styðja.

Hrópar sá stutti: Strumpaskál.
Og strumpunum finnst það hið besta má.
Skáldið af óþreyju iða fer,
á endanum ryður svo kvæði‘ úr sér.

Sjá, þar er húfa hátt á priki,
hasarinn vex þá á augnabliki.
Nú skulum við sjá hver á hæsta hoppið.
Stelpur í kringum kátar kalla:
Krýna við skulum hetju snjalla.

Og margt verður afrekið ekki svo lítið
hjá íþróttastrumpum en það er svo skrýtið,
eins þó þeir rembist sem aldrei fyrr
ennþá á priki er húfan kyr.

Na, na, na, na, na…
Swing!

[af plötunni Strumparnir – Strumpastuð]