Strumpaparadís (Gangsta’s paradise)

Strumpaparadís (Gangsta‘s paradise)
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason)

Mér fannst enn vera nótt og var í ljúfasta lúr
en á lappir var dreginn því í skemmtitúr
nú strumpaliðið allt vildi æða. Í kór
þeir æptu: Strax á fætur nú og burt með slór.
Og við eigum uppáhalds strumpaða staði,
strendur og skóga og tún.
Við elskum sól og sumar.
Einn strumpur kann að keyra
og kannski ögn fleira
og innan skamms ég segi ykkur örlítið meira.
En vöndum okkar ferð, vörumst það tjón
að vekja upp af dúr herra strumpalögguþjón.
Þó skíni sól í heiði og himinninn sé blár
er hætt við þrumuskýjum ef löggan veður sár.

Og strumpar koma í strumpavís.
Hér er strumpaskjól og paradís.
Strumpur ekkert æðra kýs
en að eiga strumparadís.
Með strumpagos og strumpaís
hér strumpurinn í paradís,
meir strump í massavís.
Hér er mikil strumpaparadís.

Hér er nóg af leiktækjunum, líttu bara á.
Langar þig í rennibraut sem hoppar til og frá?
Viljir þú flug er hér fjaðrandi bretti.
Fram, fram, fram, allir strumpar á spretti.
Sjáðu Róðrastrumpt hvar hann rennir sér í bað.
Og strumpinn við ána,
sem vætti ögn tána
og vildi´ekki meir, því hún fór að blána.
Og hér eru strumpar sem hafa á því lag
að hrasa um og detta sem væri sérstakt fag.
Enginn biður af því skaða,
allir geta hlegið dátt.
Úr okkar strumpahæð er fallið sjaldan hátt.

Víst er hvergi vænna sumarfrí.
Varla langar nokkurn rúmið ´.

Og strumpar koma í strumpavís…

Hér er strumpasirkusinn með sautján stóra apa.
Og svakalegar grýlur sem ljótum munnum gapa.
Ef garnirnar gaula þá geta þess má
að kræsingarnar færðu Kokkastrumpi hjá.
Okkar nestispokar eru aldeilis stórir.
Enda getur svangur strumpur borðað meira‘ en fjórir.
Eitthvað gott að smakka,
alltaf má þakka.
Ekkert smakkast betur en nesti úr pakka.

Ef ögn af spennu þráir og aðeins hræðsluvott,
við eigum draugahús sem er rosalega flott.
Þar er fullt af fínum brellum.
Flestir þora einu sinni
en engan hefur langað að verða eftir inni.

Og strumpar koma í strumpavís…

Víst er hvergi vænna sumarfrí.
Varla langar nokkurn rúmið í.

[af plötunni Strumparnir – Strumpastuð]