Þolfimistrumpur

Þolfimistrumpur
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason)

Ó, a, hoppa‘ og sveifla sér.
Ó, a, sveifla enn meir.
Ó, a, strumpa lítið spor,
enn á ný og annað til
Ó, a, dansa‘ og taka á.
Ó, a, taka á meir.
Ó, a strumpa lítið spor,
enn á ný og annað til.

Ef þú leiður og lúinn ert
og linur eins og smjör,
þá gríptu með þér gallann þinn
í gleði og fjör.
Við setjuma fína músík á
og við stillum hana hátt.
Okkur hleypur þá kapp í kinn.
Í kitlandi takti ég orkuna finn.

Ó, a …

Strumpa þolfimi er þrumufjör.
Teygðu þig, taktu á.
Að halda formi, það finnst mér gott,
svo hægt sé að strumpa og vera flott.
Já sumir mása og mæðast hér
en það margborgar sig.
Eitt skref til hliðar. Nú eruð þið snjöll.

Ó, a …

Ef verð ég of lúinn
þá tek ég mér frí,
en strax og ég kastað hef mæðinni ögn
þá stekk ég og sprikla á ný.

[af plötunni Strumparnir – Strumpastuð 2]