Strumpa diskó (Diskó friskó)

Strumpa diskó (Diskó friskó)
(Lag & texti: Stefán S. Stefánsson)

Strumpa diskó, strumpa diskó.
Vorum að opna‘ í kvöld.
Strumpa diskó, strumpa diskó.
Hér er diskóið við völd.

Við höfum:
Hæsta klassa‘ af smörtum strumpum,
hörundsbláan þjón.
Dansbrjálaða strumpa‘ í stuði
sem dansa eins og ljón.
Bömpað hér á alla kanta
eins og vera ber.
Og eftir lag frá strumpa dí djei
geturðu hvað sem er.

Strumpa diskó, strumpa diskó.
Grúviest pleis in tán.
Strumpa diskó, strumpa diskó.
Eitthvað sem enginn lifir án.

Við höfum strumpaljós og strumpabít,
hávaða og reyk.
Vagg og veltu videó
og vænan tölvuleik.
Hér er allt sem þú vilt sjá,
allt sem þú munt þrá.
Og á morgun ertu mættur
strumpa diskó á.

Og ef þú skyldir vera strumpur
innst í þínu hjarta.
Þá láttu okkur vita
við skiljum allt.
Og ef að þú veist ekki ennþá
hver þú ert.
Þá komdu til okkar kæri strumpur.
Við kunnum ráð við þess háttar rugli.

Strumpa diskó, strumpa diskó.
Go strumpi diskó, go strumpi go.
Strumpa diskó, strumpa diskó.
Þú færð aldrei nóg.

Þeir koma inn og eru kúl.
Kaldir eins og ís.
Kunna litlu lykilorðin,
danskunnáttan vís.
Þeir hafa þetta allt á hreinu,
strumpagleðin skín.
Mundu aðeins að mæta oftar,
þú veist þeir sakna þín.

Og ef þú skyldir vera …

[af plötunni Strumparnir – Strumpastuð 2]