Allir á völlinn
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason)
Allir á völlinn – allir á kreik.
Strumpar í stuði – Strumpar í leik.
Strumpar á leið út á völl fyrir landsleikinn.
Nú verður hlátur og hark.
Því við höfum svo hátt.
Og hrópum: Skot og mark.
Dómarinn flautar og flautar allt loft úr sér.
En enginn hlustar á hann.
Því við höfum svo hátt.
Og hrópum: „Tökum þá!“
Því hér er fjör og strumpastuð,
með strumpaköll og gný.
Við strumpumst allir í
ofsa strumpalæti.
Allir á völlinn – allir á kreik.
Strumpar í stuði – Strumpar í leik.
Allir á völlinn – allir á kreik.
Strumpar í stuði – Strumpar í leik.
[af plötunni Strumparnir – Strumpastuð]