Strumpar hér og þar

Strumpar hér og þar
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason)

Eins og uppi‘ í tré
og oní jörð.
Í Suðursveit
og við Siglufjörð.

Við erum hér og þarna, allir viti það.
Við finnum okkur alltaf einhvern góðan stað.

Allir.
Strumparnir á bæjum,
Strumparnir á gæjum,
í skjólum og í skotum,
hér og þar og alls staðar við eigum bú.

Ef læra vilt að strumpa,
leiki okkar þekkja,
þá listir þér við kennum,
uns loks verður orðinn algjör strumpur eins og við.

Að morgni fljótt
ég fer á kreik
og allan dag
ég er í leik.

Hann krummi kom hér áðan, krúnka vildi eitt strump,
þá tístu hressar sólskríkjur: Heyra þetta prump.

Hjá
Strumpunum á Bala,
Strumpunum á Hala,
í skotum og skjólum.
Hér og þar og alls staðar við eigum bú.

Ef læra vilt að strumpa,
leiki okkar þekkja,
þá listir þér við kennum,
uns loks þú verður orðinn algjör strumpur eins og við.

Strumparnir á bæjum…

Ef læra vilt að strumpa…

Strumparnir á Bala…

Ef læra vilt að strumpa…

[af plötunni Strumparnir – Strumpastuð]