Strumpaland

Strumpaland
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason)

Á hugljúfum og heillandi stað
smá hús í röð þú víst gætir séð.
Þar bláir eru allir
svo ánægðir og snjallir.
Að koma þangað gleður þitt geð.

Þó Fýlustrumpur fúlsi við þér
og Fornistrumpur heyri‘ ekki neitt,
finnst öðrum strumpmum flestum
hreint aldrei nóg af gestum.
Í Strumpalandi gengur það greitt.

Við kætumst ef þú kemur hér við
og klöppum fyrir þér.
Og Gestastrumpur býður þér inn.
Við þig, við segjum „hæ“, í Strumpabæ.
Við segjum „sæl“ með strumpastæl.

Ef leiðist þér og langar í fjör,
þá láttu strumpa hressa þig við.
Og öllum sorgum þínum
þá saman fljótt við tínum,
við strumpafjör að strumplegum sið.

Á hugljúfum og …

Við kætumst ef …

Gefðu mér S (S). Gefðu mér T (T).
Gefðu mér R (R). Gefðu mér U (U).
Gefðu mér M (M). Gefðu mér P (P).

Og hvað verður það?
Strump.

[af plötunni Strumparnir – Strumpastuð]