Strumpafyrirtak

Strumpafyrirtak
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason)

Ja, hér hann er stórflinkur.
Hvað viltu betra en svo flinkan, fyrirtakskláran
og svo frábæran strump.

Hringdu – hér er hann.
Það eru ekki til betri strumpar en það.
Handverksstrumpur, Dúkastrumpur,
Píparastrumpur, Handverksstrumpur.

Því hann er frábær, fyrirtaks strumpur.
Sláðu bara á þráðinn ef það er eitthvað að.
Já, alla vikuna á enda.
Sláðu bara á þráðinn ef það er eitthvað að.

Þegar allt úr böndunum fer,
hvaða þremill sem það er, þá hringir þú strax.
Þú telur: Klink, klink, klaki,
hann er kominn á andartaki
með sitt tólabox og sinn tommustokk.
Sjá þar, sjá hér,
sannarlega bilað er.
Hann er Handverksstrumpur, sem hatast við galla
og hann hættir ekki fyrr en hann lagar þá alla.
Og hann skrúfar, smyr og sagar,
og lemur í og lagar.
Hann er Handverksstrumpur
og hann kann sitt dont.
Látist einhver vera betri er það lygi og mont.

Stórflinkur fyrirtaks strumpur.
Sláðu bara á þráðinn ef það er eitthvað að.
Frá upphafi vikunnar til enda.

Sláðu á þráðinn ef það er eitthvað að.
Stórflinkur fyrirtaks Strumpur.
Sláðu bara á þráðinn ef það er eitthvað að.
Frá upphafi vikunnar til enda.
Sláðu bara á þráðinn ef það er eitthvað að.

Er hér var rok einn dag
og ruku burtu þakplöturnar hjá mér slag í slag.
Þá tók hann stigann sinn og upp á þakið þaut,
þræddi tæpar brúnir eins og gengi slétta braut.
Eitt agnar lítið feilspor og hann fokið hefði á brott.
En hann dansaði um og lamdi þar og smá hér.
Negldi nagla þrjá. Lét ei rokið aftra sér.
Stökk svo niður stigann sinn, því allt var orðið gott.

Stórflinkur fyrirtaks strumpur…

Rosalega er hann flinkur.
Alveg frábær Viðgerðarstrumpur.

Nú lekur úr krananum – fruss – meir og meira.
Mikið hvað hann gleðst þegar bilar enn fleira.
En þegar lekur lögnin þín – strump –
og lekinn er ei grín,
slær hann bara‘ í rör. Bang.
Búið er það.

Við sáum ekki neitt og sátum myrkri í.
Við kúrðum þarna köld og hrædd og fundum ekkert vasaljós.
Ekkert að gera nema ná í Handverksstrump,
sem blístrar lágt, og hristir hausinn sinn.
Og setur öryggið inn
þar sem öryggið skal vera. Já
því í koll hans er engin sprungin pera.

Hann er flinkur fyrirtaks strumpur …

Sjáðu til, hér vantar ró á rör og té á rör með ró.
Eða var það öfugt?
Ró á rör, nei…

[af plötunni Strumparnir – Strumpastuð]