Strumpareif (No limit)

Strumpareif (No limit)
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason)

Allir strumpar út á gólf. Nú byrjar reifið.
Strumpareifið. Og hver vill ekki vera með.

Nú, nú. Já, já. Nú, nú. Já, já.
Nú, nú, er það strumpareifið.

Nú verður ekki annað á sveimi.
Og hver sem er ei mættur, hann má víst eiga sig.

Einn er að hoppa,
annar að skoppa.
Enginn verður með,
sem ætlar að stoppa.

Þú getur komið
í klúbbinn hjá okkur
í kvöld, þó að sértu hálfgerður rokkur.
Na, na, na, na, na, na …

Nú verður fjör á ferðum
og fyrr en vitið þið,
mun einhver steypa stömpum,
að strumpagóðum sið.
Allir þeir sem ekki vilja
með okkur vera núna
mega fara fýlu í,
ef finnst þeim meira vit í því.

Nú, nú. Já, já. Nú, nú. Já, já.
Nú, nú, er það strumpareifið.

Nei það er ekki í alvöru sagt.
Því allir eru vinir,
alltaf. Er það ekki frábært?

Einn er að raula
og annar að gaula,
og einhver að segja: Hvað ertu‘ að baula?

Þú getur komið
í klúbbinn með hinum
ef þú vilt fjör með ágætum vinum.

Na, na, na, na, na, na …

Nú verður stuð á staðnum
að strumpagóðum sið
Og bráðum allir flikk flakk
hér fara út á hlið.
Ei hræðast þurfum hungur,
við höfum gos og ís.
Svo fæ ég mér og þú færð þér
og fær sér meira strumpur hver.

Einn er að hoppa,
annar að skoppa.
Enginn verður með, sem ætlar að stoppa.

Þú getur komið
í klúbbinn hjá okkur
í kvöld þó að sértu hálfgerður rokkur.

Viltu kökur? – Já!
Rjómakökur? – Vá!
Viltu pylsu? – Já!
Lifrapylsu? – Nei!
Viltu slátur? – Hm, hm.
Súrsað slátur? – Oj!
Hvað viljið þið þá?
Bara strumpa? – Já!

[af plötunni Strumparnir – Strumpastuð]