Gettu hver hún er
(Lag / texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason)
Verði kyrrt, verði hljótt,
sofðu vært, sofðu rótt,
svo skal ég segja þér
söguna um stúlkuna sem dreymir,
um þig einan dreymir.
Aldrei þér hún gleymir,
gettu hver hún er.
Eitt sinn kyssti hún þig og kyssti,
kyssti þig og missti,
gettu hver hún er.
Hamingjan skjótt
hverfur á burt.
Fölnar sú jurt sem fegurst er,
gleymdur er þér
koss hennar hver.
Gleymd einnig er
saga mín um stúlkuna sem grætur,
margar myrkar nætur.
Vakir ein og grætur,
gettu hver hún er.
[m.a. á plötunni Sigurður Guðmundsson og Memfismafían – Oft spurði ég mömmu]