Ég skal vaka

Ég skal vaka
Lag / texti: Guðmundur Jónsson)

Hérna sit ég og horfi á þig sofa,
þú talar lágt upp úr svefni, stöku orð.
Annar staður á morgun, önnur ástúð.
Sérhver stund sem við eigum er mér allt.

Ég skal vaka meðan veðrið gengur yfir.
Ég skal vera hér til staðar ef skyldir þú rata í neyð.
Ég skal vaka meðan tunglið veður skýin.
Ég skal fylgja þér – alla leið.

Dagurinn er á enda, hann var góður
eins og sagan á hvíta tjaldinu.
Drengur verður að manni, svona er lífið.
Láttu draumana rætast fyrir mig.

Ég skal vaka meðan veðrið gengur yfir.
Ég skal vera hér til staðar ef skyldir þú rata í neyð.
Ég skal vaka meðan tunglið veður skýin.
Ég skal fylgja þér – alla leið.

Milli okkar er strengur sem er stilltur.
Engan myndi ég frekar – vilja fá sem son.

sóló
 
Milli okkar er strengur sem er stilltur.
Engan myndi ég frekar – vilja fá sem son.

Ég skal vaka meðan veðrið gengur yfir.
Ég skal vera hér til staðar ef skyldir þú rata í neyð.
Ég skal vaka meðan tunglið veður skýin.
Ég skal fylgja þér – alla leið.

[af plötunni Gummi Jóns – Japl]