Komdu með mér suður (1. hluti)

Komdu með mér suður (1. hluti)
(Lag / texti: Guðmundur Jónsson)

Þorpið í dvala – sumarið burtu þaut.
Þau Jonni og Mæja keyra eftir Bogabraut.
Stúlkan er ófrísk – allt er í rembihnút.
Hann tekur af skarið og hjarta sitt rífur út.

Viðlag
Komdu með mér suður í drauminn
og fásinni – stingum af.
Komdu með mér suður í glauminn
og hverfum í glansinn þar.
Því ástin hún sigrar allt
þótt örlögin vegi salt.

Rétt orðin sautján – hugurinn fer á span,
Mæja sér normið þekja allt framundan.
Hún segir: ég sem að vildi verða svo fræg og rík,
er Toyoton stoppar beint fyrir framan Vík.

Viðlag

Við getum aldrei verið saman hér,
því slúðrið er að stía okkur í sundur
og þorpið, það er dáið hvort eð er;
Hei – þetta er nótt hinna löngu hnífa,
við skulum stinga af .

Æskunnar eldur brennur svo ört og bjart
eða kannski það dugði að sólvindar blésu snarpt.
Jonni og Mæja stelast við dimmumót.
Tvær ljóskeilur lýsa upp malbikið, svart og hljótt.

[af plötunni Gummi Jóns – Japl]