Vin í raun

Vin í raun
(Lag / texti: Guðmundur Jónsson)
 
Stundum þyrmir yfir mig
í miðjum öldudalnum – vonleysið.
Það segir fátt af einum,
andargift í meinum.
Já, þá er gott að eiga vin,
vin sem þekkir þínar hugsanir.
Þú finnur klapp á bakið,
þögult augnaráðið
og allt í einu virðist von.

Er andinn lyftist yfir götuljósin, Breiðholtið og Esjuna,
ég, eins og Jesús kristur, naglhreinsaður stend í báða fæturna
– upprisa.

Vin í raun – vin í raun – það er gott að eiga vin í raun.

Stundum finn ég engar dyr
og á mig standa spjótin enn sem fyrr.
Afarkosti áttu,
já, vertu eða farðu.
En þá er gott að eiga vin
í eyðimörkinni sem skilur mig.
Bóngóður til bjargar,
hann efasemdum fargar
og stillir kompásinn á ný.

Við djúpu hjartasári duga hvorki kerlingar né brennivín.
Þó allt í heimi hér sé falt, þú getur aldrei keypt þér æskuvin
sem bíður þín.

Vin í raun – vin í raun – það er gott að eiga vin í raun.
Vin í raun – vin í raun – það er gott að eiga vin í raun.

sóló

Þau hjörtu hljóta að vera til sem eru skyggn á okkar innsta þel
og treysta á okkur, þó að heimurinn sé löngu búinn að hafna þér,
sem betur fer.

Vin í raun – vin í raun – það er gott að eiga vin í raun.
Vin í raun – vin í raun – það er gott að eiga vin í raun.

[af plötunni Gummi Jóns – Japl]