Allt búið

Allt búið
(Lag / texti Guðmundur Jónsson)

Allt búið.
Brúnu augun eru staðráðin.
Annar gosi kominn í spilið og allar
minningar um mig og þig
taka að fölna og vinda upp á sig
því napur sannleikurinn hlær við mér;
Ég er að missa þig frá mér.

Vindhviða
skekur Götuhúsið – forviða.
Ég busla í dreggjunum og hungraður ég stelst í
minningar um mig og þig
sem taka að fölna og vinda upp á sig
og napur sannleikurinn hlær við mér;
Ég er að missa þig frá mér.

Hér innst í hjarta mínu, iðrunin og stoltið takast á.
Hvað get ég sagt og gert úr þessu, til að brúa þessa gjá?

sóló

Ég gæti orðað ofan í þig gamla loforðið sem brást,
en við vitum vel að sólin hefur sest í okkar ást.

Allt búið
og það verður ekki umflúið.
Ég sé þau brosa blítt á forsíðu
við alla búðarkassana.

[af plötunni Gummi Jóns – Japl]