Núna

Núna
(Lag / texti Guðmundur Jónsson)

Núna er tími til að taka sér tak,
því morgunroðinn býður þér; brennandi þrá eða ótta, já! Valið er þitt.

Ég verð að segja nokkur orð,
og bera sannindi á borð.
Þú veist að þúsundmílnamenn
byrja með einu skrefi í senn.
Ég hljóma sjálfsagt eins og nýkominn af Vogi.
Þú átt að þora, og þora aftur, og halda‘ áfram að þora því að…

Núna er tími til að rífa sig upp
og reyndu einu sinni að trúa á mátt þinn og megin því að
núna er tími til að taka sér tak,
og morgunroðinn býður þér, brennandi þrá eða ótta, já! Valið er þitt.

Miðaðu á mánann ef þú mátt.
Alltaf að hefja hugann hátt.
Og ef þú skyldir missa marks,
á stjörnunum þú endar samt.
Aldrei að skríða ef þú finnur hjá þér hvöt,
að reyna að fljúga, og fljúga hærra, og fljúga‘ eins hátt og hugur ber þig.

[af plötunni Gummi Jóns – Japl]