Hér í Vogunum

Hér í Vogunum
(Lag / texti: Guðmundur Jónsson)

Næturfjólan skín á himninum
er fegurð hjarta hennar vefur mig.
Og við flæðum inn í hvort anna
hér í Vogunum.
Tungan rennur yfir varirnar
í huganum ég smíða örkina.
Kysstu fastar svo mér blæði út
hér í Vogunum, hér í Vogunum.

Verð að gíra mig í samtalið – og augun blá.
En hún liggur eins og mara á mér
hin sjúka þrá, sem fleytir mér alla leið til þín,
þrá sem fleytir mér alla leið til þín.

Litla hafmeyjan er sofandi
með fyrstu rispurnar á sálinni.
Ég er með sjávarnið í eyrunum
hér í Vogunum.
Ég verð að hlýta því sem hjartað kýs
því ég finn ei fjandans fiðrildin.
Alltof marga morgna mun ég enn
synda einsamall, synda einsamall.

Verð að grípa niður‘ í samtalið og slökkva á
vonarglampanum í augum þér
og þeirri þrá sem fleytir þér alla leið til mín,
þrá sem fleytir þér alla leið til mín.

En þú segist geta eins og ég,
bara leikið.
Og þessa hugsun í efa ég dreg
því að nakið hjarta þitt er hrakið.

[af plötunni Gummi Jóns – Japl]