Gullkálfurinn

Gullkálfurinn
(Lag / texti: Guðmundur Jónsson)
 
Við eigum öll að vera sæt.
Við eigum öll að vera rík.
Og öll sú græðgi er góð og mæt
sem fóðrar okkar paradís.
Á meðan bankinn brosir breitt
og stöðutáknin hrannast upp
við krýnum viðhaldið með lýtaraðgerð, átröskun og kóki.

Viðlag
Dansinn hann dunar út í eitt,
umhverfis kálfinn vítt og breitt.
Snörurnar lagðar fyrir sljóann lýð
sem skilur ekki neitt.

Það svífur að mér – er dofinn sest.
Það svífur að mér – í augun slævð.
Það svífur að mér – í veikri von.
Það svífur að mér – ég frá mér slæ.

Við eigum öll að vera ung.
Við eigum öll að vera fræg.
Helst ekki kynþroska og þung.
Fá hraða ljóssins beint í æð.
Vonandi annáluð og kunn
fyrir að kalla: sjáið mig!
Heimsfræg á Íslandi, á gestalista.
Hvar er Pétur Pan?

Viðlag

Það svífur að mér – og andanum.
Það svífur að mér – ég varla næ.
Það svífur að mér – Mig langar heim.
Það svífur að mér – helst undir sæng.

Viðlag

Það svífur að mér – við erum öll.
Það svífur að mér – of værukær.
Það svífur að mér – því kjarninn býr.
Það svífur að mér – í hisminu.
Það svífur að mér – Tilgangurinn.
Það svífur að mér – og meðalið.
Það svífur að mér – Já! Er það allt?
Það svífur að mér – ég gæti ælt.

[af plötunni Gummi Jóns – Japl]